á endalausu ferðalagi...
mánudagur, maí 05, 2008



Þóra ferðalangur Þóra skrifaði.

föstudagur, maí 02, 2008


Ég var búin að skrifa inn fullt um daginn en varð að hætta í miðjum skrifum.

Annars er bara æðislegt veður hjá okkur og er búið að vera. Garðurinn okkar hefur sko fengið að finna fyrir því skal ég segja ykkur. Við erum langt komin með verkefnalistan sem var fyrir næsta sumar! Jamms það er varla sá blettur í garðinum sem að ég hef ekki sett eitthvert skonar verkfæri í.

Kanski aðal ástæðan fyrir því hvað við höfum verið dugleg að fara niður í garð er að Viktor er farið að finnast þetta rosalega gaman. Hann fær að taka þátt í þessu öllu með okkur hvort sem það eru hellur, steinar, arfi eða eitthvað sem notað er verkfæri. Við erum búin að smíða kassa og setja í það mold fórum meira að segja í "sorpu" um síðustu helgi að ná í mold frítt nema að við erum ekki orðin nógu dönsk og urðum þar af leiðandi að legja okkur kerru! Fína moldin fór í kassana sem eru grænmetis beð. Þar eru við búin að setja niður tvenns konar kartöflur sem koma upp á misjöfnum tíma. Við erum líka búin að setja niður tvær tegundir af rauðbeðum, mislitaðar gulrætur, rauðlauk, spínat og rucola káli (held að það heiti klettasalat á íslensku) þannig að það verður spennandi að sjá hvað við fáum upp í sumar. Það má nú ekki gleyma jarðaberjunum, þar er meira segja að koma blóm sem lofar góðu. Núna þurfum við bara að koma okkur net svo að við fáum jarðaberin en ekki fuglarnir og önnur dýr.
Læt fylgja mynd hérna af kirsuberjatrénu okkar sem er núna í blóma. Berin á trénu eru frekar súr þannig að við leyfum fuglunum að eiga þau!

Þóra ferðalangur Þóra skrifaði.

föstudagur, apríl 04, 2008

Ja hérna ....
Það er svo langt síðan síðast að ég varð að núllstilla passwordið, það er að segja að breyta því!
Við höfum annars bara gott. Litla músin er bara ekki lítill lengur og er farinn að hafa skoðanir á hlutunum og reynir reglulega að segja mömmu sinni hvernig hlutirnir eiga að vera. Það er gert á hans máli sem að bara hann skilur! Maður getur nú samt heyrt það á honum að hann sé ekki sáttur við hlutina.
Bara síðast í morgun þegar hann kom niður til að fá sér morgunmat, þá tók hann eftir því að mamma hans var ekki búin að þvo það sem að HANN setti í þvottavélina! Jújú mamman fékk ræðu yfir þessu!

Svo er vor í lofti hjá okkur og formlega komið vor því að bögetrén eru að laufgast. Og meira að segja það fyrsta sem tók upp á þessu er statt hér á Fjóni. Ekki slæmt það.

Þóra ferðalangur Þóra skrifaði.

sunnudagur, janúar 13, 2008

ÚFF, þetta er alveg að verða búið!

Já, ég er að skrifa síðasta verkefnið mitt og á að skila því inn í síðasta lagi á fimmtudaginn kl. 12. Þá er ég komin í frí til 4. feb. Annars er ekkert að gerast. Stubbur orðinn smá pirraður á þessum prófum/verkefnum hjá foreldrum og sýnir það helst að vera mjög á móti því að við förum eitthvert ein!

Þóra ferðalangur Þóra skrifaði.

mánudagur, desember 17, 2007

Týpíst....
Þegar maður á að vera læra þá fer maður að gera eitthvað annað!
Til dæmis núna á ég að vera skrifa ritgerð í Teksthistorie ( danskri bókmenntasögu) og allt í einu fór ég að velta fyrir mér hvort ég mundi aðgangsorðið mitt hérna! Ég sem sé mundi það, þó ótrúlegt megi virðast. Fyrst að ég var nú komin inn gat ég nú alveg eins skrifað smá.
Annars bara rólegt hérna hjá okkur í Vesterdalen. Gústi er að skila sínu verkefni á morgun og er þá kominn í "jólafrí" og ég skila á fimmtudaginn. Næsta verkefni hjá okkur báðum er svo 3.jan.08.

Þóra ferðalangur Þóra skrifaði.

laugardagur, mars 24, 2007

Ja hérna ég var allt í einu að muna að í mars fyrir ári síðan fór litla músin mín, hann Viktor Daði til útlanda í fyrsta skipti. Við fórum til London á bara fáranlegu verði. Já flugvallaskattarnir voru dýrari en flugmiðinn.
Þeir félagar Viktor Daði og Alejandro Egill hafa heldur betur breyst á þessu ári.
En að öðru. Núna er loksins komið vor aftur og við fjölskyldan erum að fara gera garðinn okkar fínan. Nota góða veðrið og nýja fína krókinn sem að við vorum að setja á bílinn okkar. Í dag er líka síðasti dagurinn sem að við erum á vetratíma. Jamms í nótt færum við klukkuna fram um klukkustund.

Jæja sonurinn vaknaður. Heyri í ykkur seinna.

Þóra ferðalangur Þóra skrifaði.

miðvikudagur, mars 14, 2007

Miðvikudagur til mæðu....
var það ekki eithvað svoleiðis sem það heit nú í vísunni???
Annars er bara æðislegt að vera til í vorinu sem er úti. Maður reynir eftir fremsta megni að vera úti með litlu músina. Er meira að segja að velta fyrir mér að láta verða af því að kaupa mér árskort í dýragarðin hérna í Odense. Ég held að það ætti að vera gaman fyrir okkur Viktor. Ég gæti nú trúað að Gústi á nú eftir að koma líka með okkur, kanski að hann ætti líka að fá sér árskort. Hugsið ykkur heill dagur í dýragarðinum, skoða dýrin og leika sér. Muna bara eftir sólavörn og nestinu.
Annars voru að koma drög af próftöflunni minni lítur út fyrir að vera til 21. júní í prófum!!! Spenandi finnst ykkur ekki.

Læt þetta duga í bili. Ég ætlaði að setja inn mynd að litlu músinni en bloggerinn kom alltaf með villuboð. Þannig að ef fólk vill sjá hvernig hann lítur út í dag þá er bara að skoða síðuna hans á barnalandi.

Þóra ferðalangur Þóra skrifaði.